Vistvæn dreifileið

Sumarið 2020 var sett upp tilraunaverkefni sem við köllum Vistvæn dreifileið. Það hefur það að markmiði að koma vörum og framleiðslu bænda til kaupenda á eins vistvænan máta og hægt er. Höldur styrkir okkur um stóran hlut í leigu rafbíls sem fór á milli vikulega, sótti pantanir til framleiðenda og afhenti veitingaaðilum í Eyjafjarðarsveit. Þetta verkefni hefur vakið mikla athygli og nú er verið að vinna í því að tryggja fjármögnun þess áfram. 

Við teljum um sérstöðu hér að ræða þar sem við förum inn í eitt efnahagssvæði ef svo má segja og dreifum vörum á milli aðila þar á þennan vistvæna máta. Í vetur höfum við svo bætt við vörum úr vefsölusíðu okkar á slóðinni www.helgimagri.is þar sem við afhendum vörur innan sveitar og á Akureyri með þessum hætti. 

Umfjöllun Veitingageirans.is

Umfjöllun akureyri.net

©2020 by Matarstígur Helga magra. Proudly created with Wix.com