Þátttökuskilyrði
Til að geta verið þátttakandi í starfsemi Matarstígs Helga magra þarf að uppfylla eftirfarandi skilyrði:
-
Burðarhráefni rétta eða vara sé úr Eyjafjarðarsveit.
-
Að þau hráefni sem nota á í rétti eða vörur og fást í Eyjafjarðarsveit, séu sannarlega þaðan.
-
Að þátttakendur skuldbindi sig til þátttöku í sameiginlegum verkefnum og markaðssetningu matarstígsins eftir nánari óskum stjórnar þar um
-
Að öllum lögum og reglugerðum sé fylgt.
Þátttökugjöld og fjármögnun
Til að fjármagna starfsemina er lagt til að innheimt verði árlega þátttökugjöld. Þeim verði skipt í þrennt:
1. Matvælaframleiðendur / bændur og stærri veitingaaðilar eins og Kaffi kú, Lamb Inn og Brúnir Horse.
Kr. 40.000.-
Innifalið:
Sameiginlegur markaðskostnaður:
-
Upplýsingavefsíða.
-
Borðkort í samvinnu við Ferðamálafélag Eyjafjarðarsveitar.
-
Prentaður flyer.
-
Samfélagsmiðlar.
-
Auglýsing v/ Matarhátíðar Helga magra.
-
Auglýsing v/ Local Food festival.
Bás á bændamarkaði
2. Smærri veitingaaðilar og gististaðir eins og Hælið, Holtsel, Smámunasafnið, Ásar, Silva, Great view o.þ.h.
Kr. 20.000.-
Innifalið:
Sameiginlegur markaðskostnaður:
-
Upplýsingavefsíða.
-
Borðkort í samvinnu við Ferðamálafélag Eyjafjarðarsveitar.
-
Prentaður flyer.
-
Samfélagsmiðlar.
-
Auglýsing v/ Matarhátíðar Helga magra.
-
Auglýsing v/ Local Food festival.
Bás á bændamarkaði
3. Heimaframleiðsluaðilar eins og þeir sem framleiða sultur og hlaup, kæfu, pylsur/bjúgu, osta, te, kryddblöndur o.þ.h. Þessi flokkur er líka ætlaður þeim sem rækta grænmeti sem aukabúgrein og/eða hafa árstíðabundna uppskeru af öðru tagi.
Kr. 10.000.-
Innifalið:
Sameiginlegur markaðskostnaður:
1. Auglýsingar v/ bændamarkaða
2. Samfélagsmiðlar
3. Upplýsingavefsíða
Bás á bændamarkaði
Upphæð árgjalda er í höndum aðalfundar. Þetta eru þau gjöld sem voru samþykkt á stofnfundinum.
Utan þessarar fjármögnunar, verður leitað eftir styrkjum til að framkvæma sérstök verkefni sem ákveðið verður að fara í.