Þátttökuskilyrði

Til að geta verið þátttakandi í starfsemi Matarstígs Helga magra þarf að uppfylla eftirfarandi skilyrði:

 1. Burðarhráefni rétta eða vara sé úr Eyjafjarðarsveit.

 2. Að þau hráefni sem nota á í rétti eða vörur og fást í Eyjafjarðarsveit, séu sannarlega þaðan.

 3. Að þátttakendur skuldbindi sig til þátttöku í sameiginlegum verkefnum og markaðssetningu matarstígsins eftir nánari óskum stjórnar þar um

 4. Að öllum lögum og reglugerðum sé fylgt.

Þátttökugjöld og fjármögnun

Til að fjármagna starfsemina er lagt til að innheimt verði árlega þátttökugjöld. Þeim verði skipt í þrennt:

1.  Matvælaframleiðendur / bændur og stærri veitingaaðilar eins og Kaffi kú, Lamb Inn og Brúnir Horse.

Kr. 40.000.-

Innifalið:

Sameiginlegur markaðskostnaður:

 1. Upplýsingavefsíða.

 2. Borðkort í samvinnu við Ferðamálafélag Eyjafjarðarsveitar.

 3. Prentaður flyer.

 4. Samfélagsmiðlar.

 5. Auglýsing v/ Matarhátíðar Helga magra.

 6. Auglýsing v/ Local Food festival.

 Bás á bændamarkaði

2.  Smærri veitingaaðilar og gististaðir eins og Hælið, Holtsel, Smámunasafnið, Ásar, Silva, Great view o.þ.h. 

Kr. 20.000.-

Innifalið:

Sameiginlegur markaðskostnaður:

 1. Upplýsingavefsíða.

 2. Borðkort í samvinnu við Ferðamálafélag Eyjafjarðarsveitar.

 3. Prentaður flyer.

 4. Samfélagsmiðlar.

 5. Auglýsing v/ Matarhátíðar Helga magra.

 6. Auglýsing v/ Local Food festival.

 Bás á bændamarkaði

3.  Heimaframleiðsluaðilar eins og þeir sem framleiða sultur og hlaup, kæfu, pylsur/bjúgu, osta, te, kryddblöndur o.þ.h. Þessi flokkur er líka ætlaður þeim sem rækta grænmeti sem aukabúgrein og/eða hafa árstíðabundna uppskeru af öðru tagi.                                                                                     

Kr. 10.000.-

Innifalið:

Sameiginlegur markaðskostnaður:

   1. Auglýsingar v/ bændamarkaða

   2. Samfélagsmiðlar

   3. Upplýsingavefsíða

Bás á bændamarkaði

​Upphæð árgjalda er í höndum aðalfundar. Þetta eru þau gjöld sem voru samþykkt á stofnfundinum. 

Utan þessarar fjármögnunar, verður leitað eftir styrkjum til að framkvæma sérstök verkefni sem ákveðið verður að fara í.

©2020 by Matarstígur Helga magra. Proudly created with Wix.com