Ráðgjafateymi

Matartígurinn vinnur að því að setja saman ráðgjafateymi sem verður þátttakendum til ráðgjafar þeim að kostnaðarlausu. Um er að ræða ráðgjöf í matreiðslu, kjötskurði og markaðsmálum og jafnvel fleiri atriðum þegar fram líða stundir. 

Auk þessarar ráðgjafar mun verkefnastjórn matarstígsins vera til ráðgjafar um allt milli himins og jarðar og útvega annarskonar ráðgjöf reynist þörf á því. 

Ráðgjafarnir munu gefa munnleg og skrifleg ráð en verði þörf á ítarlegri ráðgjöf er það háð samkomulagi á milli þátttakenda og ráðgjafa og kemur matarstígnum ekki við.  

Athugið að til að komast í samband við ráðgjafana þarf að hafa samband við verkefnastjóra matarstígsins fyrst. 

Matreiðsla

Garðar Kári Garðarsson Jódísarstöðum, yfirmatreiðslumaður á Deplum.

Kjötiðn

Sveinn Ingi Kjartansson Syðra-Felli, Kjarnafæði

Markaðsmál

Karl Jónsson verkefnastjóri. Nánar á netfanginu helgimagri@esveit.is 

©2020 by Matarstígur Helga magra. Proudly created with Wix.com