Search

Matarsmiðja í samvinnu við Símey

Matarstígurinn vinnur nú að fræðsluverkefni með Símey á Akureyri. Um er að ræða svokallaða Matarsmiðju þar sem þátttakendur verða fræddir um ýmislegt er viðkemur að framleiðslu á matvörum úr afurðum á svæðinu.

Smiðjan nær yfir tímabilið 18. janúar til 25. mars. Kennsla er tvisvar í viku, á mánudögum og fimmtudögum, fjórar klukkustundir í senn. Smiðjur sem þessar eru með vottaðri námskrá frá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins. Markmið matarsmiðjunnar er að þátttakendur öðlist skilning og getu til að vinna með vöruþróun og einfaldri framleiðslu á matvælum, geti nýtt sína kunnáttu í að vinna úr eigin afurðum og að þeir öðlist innsýn í helstu verkferla sem snúa að einfaldri matvælaframleiðslu.

Helstu viðfangsefni og tímasetningar má finna í skjali sem fylgir hér með færslunni.

Verðið fyrir námsleiðina er kr. 36.000.- Flestir eiga rétt í sínum stéttarfélögum á fræðslustyrkjum og er um að gera að kanna það. Mun hagkvæmara er að setja upp svona heildstæða námsleið heldur en að halda stök námskeið. Það er því um einstakt tækifæri að ræða.

Þátttakendur í Matarstíg Helga magra eru hvattir til að nýta sér námsleiðina til að fræðast um aðferðir, lög og reglur, meðhöndlun hráefna og fleira og fleira en auk þess fer mikill tími í að vinna með eigin framleiðslu í námsleiðinni.

Matarstígur Helga magra leggur mikla áherslu á fræðslumál í sínu starfi og er þetta samstarf við Símey einn liðurinn í að hvetja matvælaframleiðendur og aðra áhugasama til þess að auka virði afurða sinna og koma þeim á markað í gegn um söluferla Matarstígsins.

Eins og áður segir er áformað að smiðjan hefjist 18. janúar. Símey mun auglýsa fljótlega eftir þátttakendum.

Nánari upplýsingar gefur Karl Jónsson verkefnastjóri á netfanginu helgimagri@esveit.is eða í síma 691 6633 fyrir kl. 12 á hádegi.

#helgimagri #matarstigur #simey

Matarsmiðja drög að dagskrá
.pdf
Download PDF • 105KB

.
63 views0 comments

©2020 by Matarstígur Helga magra. Proudly created with Wix.com