Tilgangur og markmið Matarstígs Helga magra
Tilgangur: Tilgangur Matarstígs Helga magra er að búa til mataráfangastað á heimsvísu.
Markmið:
-
Að koma á samstarfi milli matvælaframleiðenda, veitingamanna og ferðaþjónustuaðila í Eyjafjarðarsveit.
-
Að auka tekjur þátttakenda.
-
Að stuðla að nýsköpun í matvælaframleiðslu og veitingaþjónustu.
-
Að byggja upp matartengda ferðaþjónustu.
-
Að skapa tækifæri fyrir bændur til að fullvinna afurðir sínar.
-
Að standa vörð um íslenskar matarhefðir og matarmenningu.
-
Að taka þátt í markaðssetningu afurða úr Eyjafjarðarsveit.
-
Að vera virkir þátttakendur í umræðum um sjálfbærni, umhverfismál og matarsóun.
-
Að skapa tengsl við samskonar verkefni erlendis.