Bændamarkaðir

ATH. vegna Covid-19 hefur öllum bændamörkuðum verið frestað þangað til annað verður ákveðið. 

Bændamarkaðir matarstígsins eru haldnir annan hvern laugardag kl. 12-16 og eru staðsettir við íþróttamiðstöðina í Hrafnagilshverfi. Á mörkuðunum verður öllu jafnan hægt að fá egg, paprikur, gúrkur, svínakjöt, kartöflur, rabbarbaraafurðir, lambakjöt, nautakjöt, ís og fleira. Þegar líður að hausti má búast við því að rótargrænmeti líti dagsins ljós.

Hægt er að kaupa kaffi sem sérframleitt er fyrir matarstíginn af Nýju kaffibrennslunni á Akureyri.

Þá eru alltaf tveir gestasöluaðilar með bás til að auka breiddina hjá okkur og hvetja okkar fólk til dáða.

 

Dagsetningar markaðanna eru þessar:

11. júlí

25. júlí

8. ágúst - sem hluti af Matarhátíð Helga magra

22. ágúst

5. september

19. september

                                                           HANDBÓK BÆNDAMARKAÐANNA

©2020 by Matarstígur Helga magra. Proudly created with Wix.com